19.10.1934
Neðri deild: 14. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 755 í B-deild Alþingistíðinda. (880)

16. mál, eldspýtur og vindlingapappír

Forseti (JörB):

Það er leitt að þurfa að hafa mörg orð um þessa hluti. En af hv. þm. þarfnast ég engra leiðbeininga í því, hvað er þingvenja og hvað ekki. Ég hefi setið á þingi allt eins lengi og hann.

En ef það er sem hann segir, að ákvæði þingskapa séu miðuð við normala meðferð mála, þá mun hitt ekki síður sönnu nær, að þau séu miðuð við normala menn.