04.10.1934
Efri deild: 2. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2829 í B-deild Alþingistíðinda. (93)

Afgreiðsla þingmála

Magnús Guðmundsson:

Þetta er fjórði dagur þingsins, og hefir þó enn hér um bil engu verið útbýtt af þskj., aðeins þeim 3 skjölum, sem útbýtt hefir verið í dag. Vildi ég beina þeirri fyrirspurn til hæstv. forseta, hvernig á þessu stendur. Þm. hafa nú ekkert að gera, svo að þeir hefðu góðan tíma til þess að setja sig inn í málin. Ég man og ekki betur en að stjskr. mæli svo fyrir, að fjárlagafrv. a. m. k. skuli lagt fyrir þingið strax. Vildi ég skora á hæstv. forseta að stuðla að því, að frv. verði útbýtt strax og auðið er, svo að þm. gefist kostur á að kynna sér þau.