15.11.1935
Neðri deild: 74. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2415 í B-deild Alþingistíðinda. (103)

Afgreiðsla þingmála

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti! Á öndverðu þessu þingi lagði ég fram frv. til l. um innlánsvexti og vaxtaskatt. Gekk það gegnum 1. umr. og var vísað til fjhn. Síðan hefir ekkert til þessa frv. spurzt. Við umr. um önnur mál hér í d. hefir komuð fram, sérstaklega frá hv. þm. G.-K. og hv. 6. þm. Reykv., að atvinnuvegirnir væru að sligast undir drápsklyfjum, sem þeir gætu ekki risið undir. Ég ætla, að þyngsta lóðið í þessum drápsklyfjum sé vaxtabyrðin. Því þykir mér undarlegt, að þessir hv. þm., sérstaklega hv. þm. G.-K., sem sæti á í n., skuli ekki hafa athugað þetta frv. allan þann tíma, sem það hefir legið hjá n. Nál. hefir enn ekki komið um það. Það lítur því út fyrir, að vilji þessa hv. þm. til þess að létta af drápsklyfjunum sé meiri í orði en á borði.

Ég vil nú skora á hæstv. forseta, sem sjálfur er nú kominn í þessa n., að gera gangskör að því, að þetta frv. geti komið sem allra fyrst fyrir hv. d.