30.03.1935
Neðri deild: 41. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 739 í B-deild Alþingistíðinda. (1075)

52. mál, Söfnunarsjóður Íslands

Frsm. (Sigfús Jónsson):

Þetta mál kom fram á síðasta þingi, en var ekki afgr., en var nú borið fram í Ed. og hefir verið samþ. þar. Fjhn. Nd. hefir haft þetta mál til meðferðar. Tveir nm. vildu ekki mæla með frv., en meiri hl. hefir lagt til, að það verði samþ. óbreytt.

Sérstakt nál. hefir minni hl. ekki gefið út, en ég býst við, að hann muni gera grein fyrir ágreiningi sínum.

Það fór einnig svo í Ed., að fjhn. varð þar ekki sammála. Minni hl. þar taldi það einkum frv. til foráttu, að það yrði til að minnka arð þeirra, sem innstæðu eiga í þessum sjóði, og vissulega er það rétt. En hér er þó ekki farið fram á að lækka vextina meira en um 1%, úr 6% niður í 5%, svo að innstæðueigendur í Söfnunarsjóði fá þó eftir sem áður hærri vexti en aðrir, sem sé 5%, en venjulegir vextir munu nú vera 4–41/2%. virðist hagur þessara aðilja því ekki fyrir borð borinn móts við aðra innstæðueigendur. Þess vegna leggur meiri hl. fjhn. til, að frv. verði samþ. óbreytt.