04.03.1935
Efri deild: 16. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 740 í B-deild Alþingistíðinda. (1083)

35. mál, fasteignaveðslán landbúnaðarins

Magnús Jónsson:

Ég heyri það á svörum hæstv. fjmrh., að það er þá svo komið, að ekki er hægt fyrir íslenzku stjórnina að nota slíka lánsheimild sem þessa. Þetta er þó hvorki annað eða meira en það, sem bæði ég og aðrir hafa vitað, að stefndi að með þeirri fjármálastjórn, sem verið hefir, að við yrðum ekki sjálfráðir gerða okkar út á við. Þetta er óneitanlega leiðinlegt, en við því verður víst ekki gert, úr því sem komið er. En nú vil ég spyrja hæstv. ráðh., hver það er, sem ákveður, hvenær nota má lánsheimild þessa. Þarf stj. að spyrja hina erlendu lánardrottna leyfis, eða heldur hæstv. ráðh., að stj. megi ráða því sjálf?