26.11.1935
Neðri deild: 83. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2417 í B-deild Alþingistíðinda. (111)

Afgreiðsla þingmála

Sigurður Einarsson:

Ég vil leyfa mér að vekja athygli hæstv. forseta í því, að ég, ásamt þrem öðrum hv. dm., hefir borið fram frv. um stofnun garðyrkjuskóla. Þessu frv. var vísað til hv. landbn. 28. f. m. Við flm. höfum þegar sýnt svo mikið langlundargeð í þessu efni, að ég neyðist til að beina því til hæstv. forseta, an hann reyni að hlutast til um, að hv. n. sjái sér fært að afgr. þetta mál sem fyrst, því að það er, eins og greinilega hefir komið fram í umr. um það, nauðsynlegt mál, og það er almennur áhugi fyrir því, að stofnun sú, sem hér um ræðir, komist sem fyrst í laggirnar í þeim grundvelli, sem gert er ráð fyrir í frv. í þskj. 419.