27.03.1935
Neðri deild: 39. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 761 í B-deild Alþingistíðinda. (1119)

35. mál, fasteignaveðslán landbúnaðarins

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Frv. þetta hefir verið til meðferðar hjá landbn., og hefir n. verið sammála um að leggja til, að það yrði samþ. Þó hefir einn af nm., hv. þm. A.-Húnv., skrifað undir nál. með fyrirvara, og mun hann sjálfur gera grein fyrir honum.

Frv. er nærri shlj. frv. því, sem samþ. var 2 síðasta þingi í Nd., en dagaði uppi í Ed., og er það nú komið hingað aftur. Málið var rætt allýtarlega á síðasta þingi hér í d., svo að ég sé ekki ástæðu til að fara langt út í það. Þó vil ég geta aðalbreyt., sem hafa orðið á frv. í Ed.

Aftan við ákvæði 6. gr., þar sem stendur; „Það af viðlagasjóði Íslands, sem er fram yfir eign veðdeildar Búnaðarbanka Íslands eins og hann telst 1. jan. 1935“. hefir verið bætt ákvæði þess efnis, að áður en skiptin fara fram, skuli fara fram nákvæmt mat á sjóðnum. Þetta er sett inn af því, að óvíst er um hið raunverulega gildi viðlagasjóðs, en það er nauðsynlegt að vita, áður en hann fellur til ræktunarsjóðs.

Vitanlega eru mörg af lánum sjóðsins ótrygg, svo að ef skiptin eiga að verða nákvæm, þá verður að fara fram nýtt mat, til þess að sjá, hver eign hans raunverulega er. Og verður því þessi breyt. til bóta.

Önnur breyt., sem hefir verið gerð á frv. í Ed., er sú, að niður falli c-liður 10. gr., eins og hún var í fyrra í frv., um heimild til að lengja um 10 ár lánstímann á nokkrum hluta af eldri Lánum ræktunarsjóðs. Nú eru lög um að gefa greiðslufrest á lánum úr ræktunarsjóði til 5 ára. Þetta hefir að nokkru leyti verið framkvæmt, og Búnaðarbankinn heldur áfram framkvæmd þessa. Það var álitið, að þetta vægi upp á móti hinn ákvæðinu, að dreifa afborgunum lánanna á 10 ára bil, svo að þess vegna væri ekki ástæða til að samþ. þetta ákvæði. Ég get eftir atvikum fallizt á þetta, og n. í heild hefir ekki lagt til, að þetta ákvæði verði tekið upp aftur.

Aðrar breyt., sem gerðar hafa verið á frv., eru smávægilegar, og eru það aðallega formsatriði. Það voru nokkrir formgallar á frv., sem stöfuðu af því, að það voru mörg mismunandi ákvæði, sem þurfti að samræma og hafði sezt yfir.

Ég ætla ekki að ræða meira um frv. að sinni, en ég legg til f. h. n., að málið nái fram að ganga á þessum hluta þingsins. Því að það hlýtur að verða aðkallandi einmitt nú í haust að veita bænum þær réttarbætur, sem í frv. felast með ráðstofunum vegna fjárkreppunnar.

Hér er ein brtt. frá hv. þm. N.-Þ., sem n. hefir ekki getað athugað. Ég geri ráð fyrir, að hv. þm. tali fyrir henni. En ég vil óska, að hann taki hana aftur til 3. umr., þangað til n. hefir kynnt sér hana og getur gefið sameiginlegt álit um hana.