26.11.1935
Neðri deild: 83. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2417 í B-deild Alþingistíðinda. (112)

Afgreiðsla þingmála

Bjarni Ásgeirsson:

Út af þessum umr. skal ég geta þess, að fyrir landbn. liggja mörg önnur mál en þessi tvö, sem hér hafa verið nefnd í þessum umr., er verða að teljast stærri og þýðingarmeiri heldur en þessi tvö. M. a. má þar til nefna lagabálk einn mikinn, sem legið hefir fyrir n. síðan á fyrri hluta yfirstandandi þings, og hefir n. varið fund eftir fund, viku eftir viku öllum sínum tíma til þess að geta afgr. þetta mál. Ég get látið þessa hv. þm., sem hér hafa talað, vita það, að n. mun láta það mál ganga fyrir öllum öðrum. Þetta mál er frv. uni nýbýli. Þegar það mál hefir fengið afgreiðslu í nefndinni, þá getur hún strax tekið til við hin önnur mál, sem fyrir henni liggja, eftir því sem tími er til og nauðsyn er á, að þau nái afgreiðslu.