26.11.1935
Neðri deild: 83. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2417 í B-deild Alþingistíðinda. (113)

Afgreiðsla þingmála

Sigurður Einarsson:

Ég ætla aðeins að gera stutta aths. út af því, sem hv. form. landbn. sagði. Það má vera, að hv. form. líti svo á, að fyrir n. liggi mörg önnur mál, sem séu meira aðkallandi en það mál, sem ég er meðflm. að, en víst er það, að það mál er mjög aðakallandi. Öllum hv. þdm. er kunnugt, að fyrir þinginu liggur frv., þar sem beinlínis eru gerðar ráðstafanir til þess að auka sem mest má verða kartöflurækt landsmanna og efla eftir fremsta megni garðyrkjustarfsemi í landinu. Einn liðurinn í þeirri starfsemi er stofnun garðyrkjuskóla. Það er því út í hött hjá hv. form. landbn. að segja, að þetta mál sé ekki jafnaðkallandi og mörg önnur mál, sem fyrir hv. n. liggja.