27.11.1935
Neðri deild: 84. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2419 í B-deild Alþingistíðinda. (121)

Afgreiðsla þingmála

Hannes Jónsson:

Ég hefi oft á þessu þingi óskað eftir, að þau mál, sem ég hefi verið flm. að, fengju að koma frá nefndum til meðferðar í d. Um þetta hefir ekkert svar komið enn frá n. né heldur forseta, hvað þessum málum líður eða hvaða líkur eru til þess, að þau fái þinglega meðferð.

Það er dálítið hart, ef á að knýja einstaka þm. til að fara krókaleiðir til þess að fá umr. um þessi málefni. En vitanlega er til sú leið að flytja þáltill. í einhverju sambandi um þessi mál og krefjast svo útvarpsumr. um þau, eftir því sem réttur manna stendur til um þessa hluti. Þannig lagað mundi maður geta með hörkubrögðum knúð fram umr. um þessi mál, hvað sem n. segja. Það er dálítið hart að þurfa að fara þessa leið, en það getur verið, að maður neyðist til þess, ef ekkert verður gert í þessu efni.

Ég vil eindregið skora í hæstv. forseta að gera það, sem í hans valdi stendur, til þess að láta þessi mál fá þinglega afgreiðslu á hvern hitt svo sem n. vilja afgr. málin.