29.03.1935
Neðri deild: 40. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 851 í B-deild Alþingistíðinda. (1220)

31. mál, sparisjóðir

Magnús Torfason:

Ég hefi kvatt mér hljoðs sakir þess að ég er dálítið myrkfælinn við brtt. á þskj. 280, þess efnis, að sumir sparisjóðir þurfi ekki að hlíta kosningu sýslunefnda. Ég skal geta þess, sem ég býst við, að mönnum sé ekki kunnugt, að það hefir verið í mínu umdæmi snarisjóður, sem hefir hlítt kosningu sýslunefndar. Og meðan sýslunefndin hafði eftirlit með þeim sparísjoði, fell allt í ljúfa löð. En þegar því eftirliti sleppti, þá fór sá sparisjóður sér að voða, svo að hann var gerður upp með allmiklu tapi, og það skommu eftir ófriðinn mikla, á þeim tíma, sem flestar stofnanir sigldu beggja skauta byr og græddu of fjár. Þar sem ég hefi nú þessa reynslu, þá verð ég að telja það mjög hæpið að fara nú að breyta þessu ákvæði.

Þá er sagt hér úr vissri átt, að ekki ein einasta króna hafi tapazt í sparisjóði fyrr en nú á krepputímanum. Þetta er ekki rétt. Mér er bezt kunnugt um það, því að ég hefi orðið að gera upp slíka sparisjóði. Og mér er kunnugt um fleiri sparisjóði, að þeir hafa tapað talsverðu fé, þó að kannske allt hafi slampazt af. (BJ: Hver sagði þetta?). Ja, ég er nú ekki vanur að þingnefna menn. (BJ: Var það þm. A.-Húnv.?). Það var víst hann.

Mér er kunnugt um, að jafnvel fyrir stríð þurfti að taka sterkum tökum á starfsemi sparisjóða. Það vildi nú svo til þar í sveit, sem þessi sparisjóður var, að þar voru ágætir menn, sem tóku sig saman um að rétta við hag sparisjóðsins, breyta stj. hans og færa hann í lag.

Ég held þess vegna, að það sé ekki nema gott til þess að vita, að sýslunefndir hafi eftirlit með slíkum sjóðum. Að sjálfsögðu geng ég út frá uví, að sýslunefndir fari ekki að breyta um stj. að óþörfu, eins og ég veit, að er um marga sparisjóði. Sérstaklega á það við þá sparisjóði, sem hafa haft innlánsvexti sína það lága, að það var unnt fyrir þá að leggja fé sitt í banka án taps. Aftur eru aðrir sparisjóðir, sem hafa sett upp vextina til þess að draga til sín meira fé. Þetta hefir leitt til ofvaxtar á sparisjóðnum, og hinsvegar til þess að beztu viðskiptavinirnir, sem höfðu góð veð að bjóða, hafa hætt að nota sparisjóðinn, og hefir hann þá verið notaður af þeim, sem miður stóðu að vígi. Samkv. þessu, sem ég nú hefi sagt, tel ég viðsjárvert að greiða þessari till. atkv., og einnig till. um það, að ríkið taki ábyrgð á sparisjóðum.