29.03.1935
Neðri deild: 40. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 854 í B-deild Alþingistíðinda. (1223)

31. mál, sparisjóðir

Sigurður Kristjánsson:

Hv. þm. Barð. sagði, að ég hefði ekki sagt annað en það, sem hann og fjmrh. voru búnir að hrekja. Ég hefi ekki heyrt hann hrekja það, að ef ein lánsstofnun hefir ríkisábyrgð, geti verið hætta á, að hún dragi innlánsfé frá annari. Hann hefir ekki hrakið þetta. Mér þykir það ekki undarlegt, því að hann getur það ekki.

Ég heyrði hann ekki heldur hrekja, að það væri hættulegt að þrengja kosti sparisjóða og þannig draga lánastarfsemi að bönkunum einum. Hann getur ekki heldur hrakið það, það er þá ekki heldur von, að hann geri það.

Hann sagði, að ef ég teldi ábyrgð á bönkum ekki rétta, þá ætti ég ekki að fara að bæta þar á. Ég held þessum hv. þm. hefði verið betra að hlusta á það, sem ég sagði. Ég sagði einmitt, að ég teldi ábyrgð á bönkum varhugaverða. En ef sparisjóðir væru þarfastofnanir, þá væri sjálfsagt, að þessi ábyrgð væri tekin á engum eða öllum innlánsstofnunum. Og ég þykist nú vita, að hv. þm. hafi ekki heyrt þetta, því að ég efast ekki um, að hann skilur það.