04.12.1935
Neðri deild: 86. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2420 í B-deild Alþingistíðinda. (123)

Afgreiðsla þingmála

Thor Thors:

Það mun hafa verið í öndverðum marzmánuði síðastl., að ég bar fram frv. til laga um breyting á vegalögunum. Það var shlj. frv-., sem borið var fram í Ed. á síðasta þingi, en frá því að þetta frv. var til 1. umr. og vísað til samgmn. hefir ekkert til þess spurzt.

Nú vildi ég leyfa mér að mælast til þess við hæstv. forseta, að hann stuðlaði að því, að þetta mál yrði tekið til meðferðar, og þá jafnframt að spyrjast fyrir um það hjá form. samgmn., hvort ekki mætti vænta þess, að n. léti uppi eitthvert álit um málið, og það helzt hið bráðasta.