04.12.1935
Neðri deild: 86. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2421 í B-deild Alþingistíðinda. (127)

Afgreiðsla þingmála

Gísli Guðmundsson:

Út af orðum hv. 9. landsk. skal ég taka það fram, að samgmn. hefir athugað frv. hans um breyt. í brúalögunum og sent það til vegamálastjóra. En umsögn vegamálastjóra um frv. er ekki komin og n. hefir ekki talið sér fært að taka um það neinar ákvarðanir fyrr en sú umsögn er komin.

Út af því, sem hv. þm. Snæf. sagði, að það væri nauðsynlegt fyrir fólkið í héruðunum, sem frv. hans og brtt. vil það snerta, að um þetta séu teknar ákvarðanir, er því til að svara, að því miður er ekki svo, að ákveða sé að leggja þessa vegi, þó að þeir komizt inn í vegalögin, og þannig verði þegar bætt úr vegaþörfinni. Það, sem um er að ræða, er að heimila að leggja þessa vegi, þegar fé er til þess veitt.

En út af því, að n. haft nægan tíma til að athuga þetta mál, þá er því til að svara, að það er að vísu rétt. En þó vil ég segja það, að það er talsvert athugunarmál fyrir n., hvað gera skuli, þegar svo er ástatt, að vegamálastjóri leggur á móti því, að þessar breytingar séu samþ. Ef n. gerir till. til breytinga þvert ofan í það, sem vegamálastjóri leggur til, þá þarf hún að kynna sér málið ýtarlega. Annars mun n. sinna þessum málum eins og frekast er unnt.