30.03.1935
Efri deild: 38. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 861 í B-deild Alþingistíðinda. (1279)

89. mál, eftirlit með verksmiðjum og vélum

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Ég þarf ekki að tala mörg orð um þetta frv. f. h. n. N. leggur einróma til, að frv. verði samþ., þótt einn nm. hafi áskilið sér rétt til að koma fram með brtt. við 3. umr. Frv. miðar að því að tryggja öryggi, heilsu og líf þeirra, sem við vélar fást og vinna í verksmiðjum, enda hefir reynslan sýnt, að þess er full þörf. Um kostnaðarhliðina við eftirlitið er ekki ræðandi, þar sem mannslíf geta verið í húfi annarsvegar. Ég mæli fastlega með því, að frv. verði samþ. óbreytt.