02.04.1935
Efri deild: 40. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 862 í B-deild Alþingistíðinda. (1285)

89. mál, eftirlit með verksmiðjum og vélum

Þorsteinn Briem:

Ég vil ekkert gera til þess, að þetta frv. verði fellt eða nái ekki afgreiðslu á þeim tíma, sem vera kann eftir af þessum hluta þingsins, og ég get að því leyti metið ástæður hæstv. atvmrh. En út af því, sem hann sagði, að hægt mundi verða að fá samkomulag við bæjarstjórnirnar, þá má það vel vera, en það eru fleiri en bæirnir, sem þetta tekur til, því að það eru allmörg kauptún úti um land, sem hafa byggingarsamþykktir, og þar af leiðandi byggingarfulltrúa, og ég hygg, að þeir samningar gætu orðið ærið tafsamir, svo að vinningur væri að hafa þetta ákvæði í l.