01.04.1935
Efri deild: 39. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 864 í B-deild Alþingistíðinda. (1300)

70. mál, hvalveiðar

Frsm. (Jón Auðunn Jónsson):

Ég þarf ekki miklu að bæta við grg. með brtt. n. Brtt. er flutt í því skyni, að létta undir með hvalveiðum frá íslenzkri landstöð. Brtt. fer fram á að veita sérleyfishafa undanþágu til ársloka 1936 frá ákvæðum 3. gr. um hagnýtingu hvalleifa, enda geti ráðh. sett frekari skilyrði en nú eru í lögum til tryggingar gegn tjóni, er leiða kynni af undanþágu frá hagnýtingu hvalleifanna.