17.12.1935
Neðri deild: 101. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2422 í B-deild Alþingistíðinda. (132)

Afgreiðsla þingmála

Sigurður Kristjánsson:

Ég vil leyfa mér að lýsa eftir öðru máli til hæstv. forseta, frv. til l. um breyt. á l. til að greiða fyrir viðskiptum með sláturfjárafurðir. Ég lýsti eftir því fyrir alllöngu síðan, og þá gat ég þess, að málinu hefði verið útbýtt 5. nóv. og vísað til n. 16. nóv. Þetta hafði þann árangur, að hæstv. forseti flýtti fyrir afgreiðslu málsins, og var það afgr. frá n. 6. þ. m. N. er ekki sammála um það, en mér þykir réttmætt, að það komi til atkv. að minnsta kosti. Ég vil því mælast til þess við hæstv. forseta, að hann taki málið á dagskrá, helzt einhvern næstu daga, svo að það geti farið til 2. umr.