27.03.1935
Neðri deild: 39. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 936 í B-deild Alþingistíðinda. (1354)

74. mál, Skuldaskilasjóður vélbátaeigenda

Sigurður Kristjánsson [óyfirl.]:

Ég gat þess, að það munaði miklu, hvað lausaskuldir og verzlunarskuldir væru hærri hjá bátaútveginum en togurunum, og það er rétt. En ég vil benda hæstv. ráðh. á það, að það, sem ég sagði í minni ræðu, var það, að munurinn væri ekki svo mikill á þessum viðbótarskuldum, að það réttlætti þessa syrjun um skuldaskil togaraútgerðinni til handa. Nú vil ég ennfremur benda hæstv. ráðh. á það, að í þessum verzlunarskuldum eru ekki taldar með ákaflega mikilsverðar verzlunarskuldir hjá togurunum, heldur eru þær taldar undir víxilskuldum. Honum er kunnugt um það, að skuldir fyrir t. d. kol og salt, sem togaraflotinn fær í geysilega stórum stíl, eru raunverulegar verzlunarskuldir, en þær eru yfirleitt taldar sem víxilskuldir. Ég ætla, að þetta muni vega þennan mismun að miklu leyti upp og, þessar stoðir hjá hæstv. ráðh. séu því algerlega hrundar undan því, að ekki skuli styðja togaraútgerðina til skuldaskila.