30.03.1935
Efri deild: 38. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1015 í B-deild Alþingistíðinda. (1451)

75. mál, hæstiréttur

Forseti (EÁrna):

Ég ætla, að það standi hvergi í þingsköpum, að sú skylda sé lögð á herðar n., að hún skuli í hvert sinn skila nál. um mál, sem henni hefir verið fengið til meðferðar, enda er margföld reynsla fengin fyrir því, að svo hefir ekki verið gert. Þess vegna hefir það oft komið fyrir, að mál hefir verið tekið á dagskrá án þess að n. hafi látið uppi nokkurt sérstakt álit um það. Það gæti ekki heldur verið meining þingskapa, að n. gætu setið á málum. ef til vill á móti vilja meiri hl. þingsins, með því einn að flytja ekki um þau neitt nál. Í 18 gr. þingskapa, sem hv. 1. þm. Skagf. vitnaði í, stendur.

N. lætur uppi álit sitt, og skal það prentað og því útbýtt meðal þm. á fundi. Eigi má taka mál af nýju til umr. fyrr en a. m. k. tveim nóttum síðar en nál. var útbýtt.“

Eins og ég tók fram áðan, er það ekki skylda nefnda að flytja álit um mál. Þess vegna getur þessi málsgr. 18. gr. þingskapanna ekki átt við annað en það, að þegar n. lætur prenta álit sitt um mál, þá megi ekki taka málið til meðferðar fyrr en tveim nóttum eftir að álitinu var útbýtt í d. En þó vil ég taka það fram, sem ekki stendur í 18. gr. þingskapanna, að það er til undantekning frá þessu, þannig að 3/4 af d. geta leyft það, sem þessi 18. gr. í raun og veru bannar. Þegar eins stendur á og nú, að ekkert allt liggur fyrir, þá þarf vitanlega ekki að leita neinna afbrigða frá þingsköpum, og nú stendur svo á um þetta mál, að það hefir verið tekið á dagskrá í samráði við hv. meiri hl. hlutaðeigandi n., þar sem hann segir, að málið megi taka á dagskrá, og meiri hl. n. muni ekki flytja skriflegt eða prentað nál. Ennfremur er málið tekið á dagskrá af mér í samráði við hæstv. stj., sem hefir lýst því yfir við mig, að hún óski eftir því, að þetta frv. næði afgreiðslu áður en þingfundum verður frestað. Það er því aðeins til þess að greiða fyrir því, að afgreiðsla þessa máls verði ekki til þess, að þessum hluta þings verði haldið lengur áfram en ella þyrfti. Ég held því, að það séu engin ákvæði í þingsköpum eða í þingreglum, sem mæli á móti því, að sú meðferð, sem verið hefir hér á þessu máli, sé alveg réttmæt. Málið verður því tekið til meðferðar, samkv. þessu. (JBald: Er nauðsynlegt að veita afbrigði fyrir till. strax?). Nei. (JBald: Ég vil mælast til þess, að því yrði frestað. — MG: Ég hefi ekki beðið um nein afbrigði fyrir till. Ég fer ekki fram á það, að þær séu teknar fyrir nú.). Ég vil taka það fram, að það þarf ekki að veita afbrigði um þessar brtt., áður en hv. flm. þeirra gerir grein fyrir þeim, svo að hann má ræða þær nú, ef hann óskar þess. Hinsvegar skal ég fara eftir óskum hans um það, hvort brtt. skuli koma til atkv. nú við þessa umr. eða við 3. umr. — Er málið þá til 2. umr.