18.10.1935
Neðri deild: 51. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1115 í B-deild Alþingistíðinda. (1624)

119. mál, kjötmat o.fl.

Magnús Torfason:

Ég gat þess í gær, að mér þætti það koma illa við, að þetta stæði eins og hér er — með leyfi hæstv. forseta: „Einnig skulu þeir hafa ferðakostnað eftir sanngjörnum reikningi, er ráðuneytið úrskurðar, og 4 krónur fyrir fæði og húsnæði fyrir dag hvern, er þeir eru frá heimilum sínum vegna yfirmatsins.“ — þetta má skilja svo, að ef reikningurinn væri ósanngjarn, þá ættu þeir ekkert að fá. Líka má skoða það svo, að ráðuneytið úrskurði ekki reikninga sanngjarnlega, og gæti þannig falizt í því vantraust á ráðuneytið um þau efni.

Svo er 4 kr. á dag fyrir fæði og húsnæði of lítið; það er áreiðanlega enginn sæmilegur maður, sem leyfir sér að borga aðeins 4 kr. á dag fyrir fæði og húsnæði.

Samkv. þessu leyfi ég mér að bera hér fram skrifl. brtt., sem er svolátandi: „Orðið „sanngjörnum“ falli niður, og í stað „4 kr.“ komi: 7 kr.“ Er þá miðað við það, sem sýslunefndarmenn fá, og það mun víst að þeir sem juku dagpeninga sýslunefndarmanna hafa ekki viljað fara hærra en sanngjarnt er. Þeir hafa aðeins óskað þess, að menn fengju uppborinn beinan kostnað.

Að svo mæltu leyfi ég mér að afhenda hæstv. forseta þessa brtt. mína.