18.10.1935
Neðri deild: 51. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1115 í B-deild Alþingistíðinda. (1627)

119. mál, kjötmat o.fl.

Frsm. (Páll Zóphóníasaon):

Viðvíkjandi þessari brtt. vil ég segja það, að fyrri hluti hennar virðist mér vera til hins verra, því þótt minnt sé á það í lögum, að reikningar starfsmanna skuli vera sanngjarnir, þá er það sízt til skaða.

Viðvíkjandi síðari hluta brtt. vil ég geta þess, að hann virðist byggður á misskilningi. Hv. 2. landsk. benti í sambandi við hann á dagpeninga sýslunefndarmanna, en þar er mjög ólíku saman að jafna. Sýslunefndarmenn hafa 7 krónur á dag bæði í kaup og kostnað; en yfirkjötmatsmönnum er ætlað ákveðið kaup, 600 kr. á ári, og auk þess dagpeningar þegar þeir eru á ferðalagi. Það má vel vera, að 4 kr. séu í minnsta lagi, en það eru þó ýmsir opinberir starfsmenn, sem ekki hafa hærri dagpeninga, og ég held því, að það sé ástæðulaust að samþ. þessa brtt. og sé óhætt að samþ. frv. eins og það liggur fyrir.