05.11.1935
Efri deild: 61. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1122 í B-deild Alþingistíðinda. (1640)

119. mál, kjötmat o.fl.

Pétur Magnússon [óyfirl.]:

Það er ekkert annað en gott við því að segja, að ráðuneytið eða kjötmatsmenn noti sér þekkingu þessa enska manns, og það er ekki heldur annað en gott um það að segja, að stj. taki til athugunar þær till., sem frá þeim góða manni koma, og ég myndi í sporum landbrh. hafa spurt þennan góða mann um það, í hverju það lægi, að þessir þrír menn, sem hafa haft matið á hendi undanfarin ár, verði hæfari til þess, ef þeir heita yfirkjötmatsmenn heldur en þó að þeir heiti aðstoðarmenn. Það er vitanlega sama, og mennirnir verða alveg hinir sömu. Þetta geta þeir ekki um fyrr en menn hafa tekið hreina afstöðu til málsins. En annars sé ég ekki, eins og ég hefi áður tekið fram, neina bót í þessari breyt. og sé ekki, að hún verði til annars en að minnka trygginguna fyrir samræmi í matinu.