25.03.1935
Neðri deild: 37. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1144 í B-deild Alþingistíðinda. (1713)

95. mál, gagnfræðaskóli

Frsm. (Sigurður Einarsson):

Það er að vísu mjög æskilegt, að þetta mál fái fljóta för gegnum d., en um brtt. þá, sem fyrir liggur og ég vil ekki gera að umtalsefni, þar sem flm. hennar er ekki viðstaddur, er það í skemmstu máli að segja, að sá hluti menntmn., sem flutti frv., hlýtur samkv. eðli málsins að vera henni andvígur. Vil ég því mælast til, þó illt sé, að málið tefjist mikið, að það verði ekki tekið til afgreiðslu án þess að þessi brtt. sé rædd.