29.03.1935
Neðri deild: 40. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1147 í B-deild Alþingistíðinda. (1727)

95. mál, gagnfræðaskóli

Pétur Ottesen:

Hv. 9. landsk. vildi halda því fram, að það skildi lítið á um brtt. okkar. taldi aðeins, að brtt. sín væri gleggri. En þetta er hreinasti útúrsnúningur, því að það skilur mikið á milli þeirra. Samkv. brtt. hans geta bæjarfélögin hreint og beint tekið fjárveitingarvaldið af Alþingi. Þau þurfa ekkert annað en samþ. að leggja fram fé til byggingar þessara skóla, þá er ríkissjóði beinlínis skylt að leggja fram fé á móti, svo framarlega sem brtt. þessi verður samþ. En eftir brtt. minni er fjárveitingavaldið í þessum efnum sem öðrum óskorað í hendi ríkisvaldsins, þar sem svo er ákveðið, að hluti ríkissjóðs af stofnkostnaði skólanna greiðist aðeins eftir því, sem fé er veitt til þess í fjárlögum.

Að því er snertir dæmi það, sem hv. 9. landsk. tók, víst til glöggvunar fyrir mig í þessu máli, að þegar tveir menn ættu lönd saman, gæti annar þeirra látið hinn girða á móti sér, vil ég aðeins benda hv. þm. á, að jafnvel í þessu sem öðru fór hann ekki með nema hálfan sannleika. Lagaákvæði það, sem hann var að vitna til, nær nfl. aðeins til þess, þegar ræktuð lönd manna liggja saman og annar vili girða, en alls ekki til girðinga almennt.