29.03.1935
Neðri deild: 40. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1147 í B-deild Alþingistíðinda. (1728)

95. mál, gagnfræðaskóli

Frsm. (Sigurður Einarsson):

Ég vil bara í mestu mildi mótmæla þeirri staðhæfingu hv. þm. Borgf., að brtt. mín feli í sér afsal á fjárveitingavaldinu úr höndum ríkisvaldsins í hendur bæjarstjórnanna. Þetta er á engan hátt rétt, hér er aðeins verið að styðja að ráðstöfun, sem gerð er fram í tímann, og það er á engan hátt einsdæmi, að slíkar ráðstafanir séu gerðar, heldur er það þvert á móti mjög venjulegt. En hitt mun óvenjulegra, að farið sé að eins og hv. þm. Borgf. vill með brtt. sinni á þskj. 259.