14.11.1935
Efri deild: 69. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1153 í B-deild Alþingistíðinda. (1770)

127. mál, Skuldaskilasjóður vélbátaeigenda

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Frv. þetta er nú komið hingað aftur frá hv. Nd. vegna breyt., er sú hv. d. gerði á 2. gr. frv. Þessi breyt. er í því fólgin, að í stað þess, að þegar frv. fór héðan úr d., var svo fyrir mælt, að fara skyldi eftir 83. gr. skiptalaganna b-lið. En hv. Nd. gerði þá breyt., að fara skyldi eftir 84. gr. sömu laga, eða aftur fyrir forgangskröfuna.

Eftir ósk minni tók hæstv. forseti þetta mál út af dagskrá í gær, svo að sjútvn. gæti athugað þessa breyt. Varð það niðurstaða sjútvn., þó hún teldi, að breyt. gæti orkað tvímælis, að hrekja málið ekki á milli deilda, og leggur hún því einróma til, að frv. verði samþ. með áorðinni breytingu.