11.11.1935
Neðri deild: 70. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2451 í B-deild Alþingistíðinda. (180)

Aldarafmæli Matthíasar Jochumssonar

forseti (StJSt):

Áður en fundi er slitið, leyfi ég mér að vekja athygli á því, að í dag eru liðin 100 ár frá því að þjóðskáldið fræga, Matthías Jochumsson, fæddist. Minning hans er nú í heiðri höfð um land allt. Ég vildi mega biðja hv. þdm. að heiðra minningu þessa ágæta þjóðskálds með því að standa upp úr sætum sínum.

[Allir þdm. stóðu upp.]