27.11.1935
Efri deild: 80. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2451 í B-deild Alþingistíðinda. (181)

Sextugsafmæli Einars Árnasonar

Jón Baldvinsson:

Þegar alþm. taka til máls utan dagskrár, er það venjulega til þess að bera upp við hæstv. forseta óskir, er snerta afgreiðslu mála. En ég kvaddi mér ekki hljóðs til þess að bera fram neina slíka ósk við hæstv. forseta, heldur til þess að flytja honum árnaðaróskir í tilefni af 60 ára afmæli hans í dag. Veit ég, að ég tala í nafni allra hv. þdm., er ég óska forseta gæfu og gengis í framtíðinni.