29.03.1935
Neðri deild: 40. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1186 í B-deild Alþingistíðinda. (1811)

56. mál, bæjargjöld á Ísafirði

Forseti (JörB):

Það má vera, að hv. 8. landsk. finnist ekki sérlega mikið um, þótt mönnum sé brugðið um að láta úrslit mála vera undir því komin, hvernig d. er skipuð í það og það skiptið, en ég tel það þó fullkomlega ámælisvert. Ég mótmæli því algerlega, að ég hafi gert tilraun til þess að láta atkvgr. máls vera undir slíkum atvikum komna. Ég get ekki um það borið, hver kunni að verða afdrif mála, eftir því hvernig d. er skipuð í það og það sinnið. Það er að vísu vorkunnarmál, þótt þm. vanti, þar sem mikil brögð eru að lasleika meðal hv. þm., en það eru þó takmörk fyrir því, hversu lengi er hægt að tefja afgreiðslu mála. (GSv: Er ekki bezt að hætta alveg við afgreiðslu málsins?). Ef menn vilja hætta við afgreiðslu allra mála, en þá þarf líka að gera það.