03.04.1935
Efri deild: 41. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1192 í B-deild Alþingistíðinda. (1820)

56. mál, bæjargjöld á Ísafirði

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég sé ekki, að hætta stafi af þessu ákvæði.

Í 3. gr. segir, að gjaldið skuli hvíla sem lögveð á fasteigninni, og í 4. gr. segir „— skal gjaldandi, — þinglesinn eigandi eignarinnar greiða“ o. s. frv., en það er vitanlega aðeins þangað til önnur sönnun liggur fyrir um eigandann. Þetta gæti líka orðið til þess, að menn gættu þess betur að þinglýsa, og er síður en svo að lasta það, og ég tel það til bóta.