13.11.1935
Efri deild: 68. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1214 í B-deild Alþingistíðinda. (1844)

56. mál, bæjargjöld á Ísafirði

Magnús Guðmundsson:

Ég á örlitla brtt. við þetta frv., á þskj., 491, sem ég get ekki ímyndað mér, að geti valdið ágreiningi, því að hún er að mínu viti aðeins til að leiðrétta óheppilegt ákvæði, sem er í 4. gr. frv. Það er gengið út frá því, að það sé ætið þinglesinn eigandi eignarinnar, sem á að greiða þetta gjald. En nú lætur sá, sem eignina á á hverjum tíma, oft ekki þinglýsa eigninni, enda er það ekki skylt. Þessi brtt. er því aðeins til að færa til réttari vegar, því að auðvitað á eigandi að greiða þennan skatt, en ekki sá, sem af tilviljun stendur sem þinglesinn eigandi í veðmálabókunum, enda gæti gjaldið beinlínis tapazt, ef þetta ákvæði væri skilið eins og beinast liggur við að skilja það, því að það væri oft ekki hægt að ná í þann þinglesna eiganda; hann gæti jafnvel verið dauður. — Þarf ég svo ekki að segja fleira um þessa brtt.