18.11.1935
Neðri deild: 76. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1219 í B-deild Alþingistíðinda. (1864)

146. mál, samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar

Frsm. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Þetta frv. hefir í rauninni ekki miklar nýjungar að geyma. Það er aðallega lögfesting á reglum, sem taldar hafa verið gilda í íslenzkum kröfurétti án þess fyrir því hafi verið sérstök lagaboð áður. Um frv. er einnig það að segja, að það er einn hluti þeirrar samræmingar löggjafar, sem farið hefir fram í skandinavískum löndum síðustu árin, því þau hafa fyrir nokkru, eftir að sameiginleg n. hafði setið á rökstólum um þessi mál, samþ. hjá sér frv. í svipaðri mynd og þetta frv. Samþykkt þess er því einn þáttur í því að fylgjast með ber á Íslandi þessari samræmingu löggjafar á Norðurlöndum. Auk þess er það til hægðarauka fyrir þá menn, sem um þessi mál fjalla, að hafa um þau skýran lagabókstaf, þó áður hafi verið yfirleitt talið, að sama gilti samkv. réttarvenjum og kenningum.

Allshn. er sammála um að mæla með frv. óbreyttu eins og það kom frá hv. Ed., en þar var gerð á því lítilsháttar breyt., sem þó var eigi efnisbreyting.