25.11.1935
Efri deild: 75. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1269 í B-deild Alþingistíðinda. (1965)

140. mál, fiskimat

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. er komið frá Nd., og var samþ. þar einróma. Breyt. þær, sem felast í frv., eru þrjár. Fyrsta breyt. er sú, að sá fiskur, sem sendur er til að afla nýrra markaða, skuli undanþeginn fiskimatsskyldu. Önnur breyt. og sú þýðingarmesta er sú, að atvmrh. geti skyldað fiskeigendur til þess að hreinsa fiskverkunarhús sín a. m. k. einn sinni á ári. Síðustu ár hefir komið fram í fiskinum jarðslagi, sem orsakast af gerlum og getur gert fiskinn óhæfan til neyzlu. Er talið, að húshreinsun með gerilsneyðandi efnum geti hindrað þessar skemmdir í fiskinum.

Þriðja breyt. er samkv. l. um fiskimatsstjóra, að hann skuli halda fundi með yfirfiskimatsmönnum svo oft sem þurfa þykir. Breytingarnar eru því sumpart nauðsynlegar og sumpart til samræmis.

Nefndin leggur einróma til, að frv. verði samþ.