14.11.1935
Neðri deild: 73. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1279 í B-deild Alþingistíðinda. (2030)

176. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Frsm. (Emil Jónsson):

Iðnn. hafa borizt tilmæli um að bera fram breyt. á l. um gjald af innlendum tollvörutegundum, sem ganga í þá átt, að undanskilja þær vörutegundir, sem fluttar eru til útlanda til sölu þar. Þetta er að dómi okkar allra í n. alveg sjálfsagt. Tollurinn er í sjálfu sér ekki framleiðslutollur, heldur til þess að vega upp á móti þeim tekjumissi, sem ríkissjóður verður fyrir vegna þess að innflutningur tilsvarandi erlendra vara sparast. En það, sem kann að verða fram yfir þarfir landsmanna af þessum vörutegundum, hefir löggjöfin ekki ætlazt til, að yrði tollað, enda þótt það hafi orðið að gera eins og l. eru úr garði gerð. — Ég þarf svo ekki að orðlengja um þetta mál. okkur öllum í n., sem um það hefir fjallað, finnst það alveg sjálfsagt atriði. Vildi ég svo aðeins leyfa mér að leggja til, að málinu verði vísað til 2. umr., að þessari umr. lokinni.