14.11.1935
Neðri deild: 73. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1296 í B-deild Alþingistíðinda. (2086)

87. mál, eignarnámsheimild landa í Hafnarfirði

Ólafur Thors:

Eins og ég gat um áðan, hafði ég í hyggju að bera fram smávegis brtt. við frv., eins og það nú liggur fyrir, og hefi ég leyft mér að orða hana þannig:

Fyrri málsl. 3. tölul. 1. gr. orðist svo: Afnotarétt þess landsvæðis, sem takmarkast þannig: Að austan af veginum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, að norðan af Arnarneslæk og Arnarnesvogi, að vestan af beinni línu ú suðvesturhorni Arnarnesvogar að vesturhorni Engidals, þaðan meðfram Álftanesveginum að aðalveginum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.“

Það er ekki von til þess, að hv. þm. átti sig á því, hvað hér er um að ræða, en breyt., sem felst í þessari brtt. minni, liggur í því, að á þennan hátt verða undanskildar 4 dagsláttur af túni jarðarinnar Dysja í Garðahreppi, og það mundi verða mjög bagalegt fyrir bóndann þar, ef þessi till. næði ekki fram að ganga.

Ég vil geta þess, að ég hefi talað um þessa till. við flm. frv., hv. þm. Hafnf., og hann telur, að að vísu hefði betur farið, að hún hefði verið orðuð lítið eitt öðruvísi, en mér skilst þó, að hann muni til samkomulags ganga inn á hana, og ef hann gerir það; þá hygg ég, að ég megi segja f. h. Garðahrepps, að hann muni una frv. Mér hefir einnig borizt sú fregn með hv. þm. Mýr., að sýslumaðurinn, hv. þm. Barð., telji frv. þá aðgengilegt og að sýslan muni sætta sig við það. Mun þá málið ekki sæta mótstöðu frá minni hendi.