30.11.1935
Efri deild: 83. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1298 í B-deild Alþingistíðinda. (2097)

87. mál, eignarnámsheimild landa í Hafnarfirði

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Það er nú hætt við, að slíkir samningar sem hv. 10. landsk. talaði um, fari ekki fram fyrr en síðar, þegar farið verður að taka landið til ræktunar. Ég geri ráð fyrir, að n. muni einnig kynna sér, hvort samningar hafi verið gerðir um þetta. En ég vil nú taka það fram, að þetta hefir farið svo um Rvíkurkaupstað, að lögð voru undir bæinn þau lönd, þar sem mest ræktun hefir verið framkvæmd hér við Rvík, til þess að íbúar Rvíkur gætu reist þar mannvirki og framkvæmt ræktun án þess að það þyrfti að vera í öðrum hreppi.