02.11.1935
Neðri deild: 63. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1305 í B-deild Alþingistíðinda. (2131)

53. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Bergur Jónsson):

Allshn. er sammála um að leggja til, að þeim sex mönnum, sem nefndir eru á þskj. 234, verði veittur ríkisborgarararéttur. Að vísu liggur ekki fyrir umsögn um þessa menn, en allshn. hefir fullvissað sig um, að þeir eiga rétt á að fá ríkisborgararétt, og allshn. Ed. hefir gengið úr skugga um, að þeir fullnægja skilyrðum þeim, sem krafizt er, að þeir menn fullnægi, sem hljóta ríkisborgararétt. Allshn. hefir bætt við 3 persónum, sem hún leggur til, að hljóti ríkisborgararétt. Það eru þau Jósefína Antonia Hobbs hárgreiðslukona í Rvík og 2 menn, fæddir í Noregi. Þau fullnægja skilyrðum l., og leggur n. því til, að frv. verði samþ. með breyt. þeim, sem farið er fram í nál. á þskj. 442.