26.02.1935
Sameinað þing: 2. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 43 í B-deild Alþingistíðinda. (218)

1. mál, fjárlög 1936

Héðinn Valdimarsson:

Alþfl. er í öllum aðalatriðum samþykkur fjárlfrv. því, sem fyrir liggur, og öllum þeim atriðum frv., sem ráðh. flokksins hefir undirbúið. Þó vil ég taka það fram, að svo snemma á árinu er mjög erfitt að ganga frá fjárlfrv. á tímum eins og nú, þegar markaður sjávarútvegsins í Suðurlöndum er í voða. Ætti því að athuga, hvort ekki væri rétt að fresta að ganga endanlega frá fjárl. unz betra yfirlit fæst um framtíðarhorfur.

Alþfl. telur ástæðulaust við þessa umr. að fara inn á eldhúsumr. á andstöðuflokkana, eins og hv. 1. þm. Reykv., en mun við framhald þessarar umr. sýna fram á, hvernig hefir verið haldið á fjármálum og landsmálum á þeim tímum, er núv. stjórnarandstæðingar réðu ríkisstjórn, og hvaða umskipti hafa orðið á stjórnarháttum við það, að Alþfl. og Framsfl. tóku í sameiningu við ríkisstj. og gerðu samkomulag um lausn aðkallandi landsmála.