09.12.1935
Efri deild: 90. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1352 í B-deild Alþingistíðinda. (2198)

136. mál, sameining Blönduóskauptúns í eitt hreppsfélag

Frsm. meiri hl. (Sigurjón Á. Ólafsson) [óyfirl.]:

Síðast þegar mál þetta var til. umr. hér í hv. d., mæltist ég til þess, að það væri tekið út af dagskrá, svo allshn. gæfist kostur á að athuga brtt. á þskj. 703. Eins og sest á brtt., þá eru tveir nm. flm. hennar og því eðlilega henni fylgjandi. Aðrir tveir nm. voru á móti henni og einn vildi ekki láta neitt uppi um afstöðu sína, en nú hefir hann gert það, og eru því þrír á móti. Annars sé ég ekki ástæðu til að rökræða mál þetta frekar en gert hefir verið, enda ekkert það komið fram, sem réttlætir það, að frv. verði fellt. Mun ég svo ekki gefa hv. 10. landsk. ástæðu til þess að svara mér, og hefi því þessa ræðu mína ekki lengri.