09.12.1935
Efri deild: 90. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1388 í B-deild Alþingistíðinda. (2257)

84. mál, vörutollur

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. er komið frá hv. Nd. og gekk í gegnum þá hv. d. án breyt. Það, sem hér er farið fram á í þessu frv., er í stuttu máli það, að á nokkrum vörutegundum, sem sérstaklega eru notaðar til iðnaðar, er hækkaður vörutollur og í einstökum tilfellum eru vörur, sem notaðar eru til iðnaðar, færðar til í tollstiganum; þannig er lækkaður skattur á pappír og pappa til bókbands, sem var í hærri skala áður.

Iðnn. hefir athugað frv. og borið það saman við gildandi lög og hefir ekki fundið ástæðu til að gera við það breytingar. Telur n., að stefna sú, sem í frv. felst, að lækka tolla á vörum til iðnaðar, sé rétt, og mælir með því, að frv. sé samþ. eins og það liggur fyrir.

Ég skal taka það fram, að hv. 5. landsk. hefir skrifað undir með fyrirvara; og mér er kunnugt um, í hverju sá fyrirvari er fólginn. Í 1. frvgr. er tekinn upp pappír og pappi til bókbands, og hv. 5. landsk. var ekki ljóst, hvernig á því stóð, að þetta var ekki í tilsvarandi grein í núgildandi lögum, en ég hefi athugað það síðan, að þessi vörutegund var færð í lægri gjaldstiga. Ég hefi skýrt þetta fyrir hv. 5. landsk. og tel fyrirvara hans þar með úr sögunni.