30.11.1935
Neðri deild: 87. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1397 í B-deild Alþingistíðinda. (2304)

189. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Jakob Möller:

Munurinn á afstöðu okkar og meiri hl. fjhn. til þessara brtt., sem hér eru bornar fram samkv. ósk ríkisskattan., er aðallega vafi okkar um það, að breyt. séu í sjálfu sér réttmætar eða til bóta.

Fyrri brtt. er um það, að ef um er að ræða skuldabréf til margra ára, skuli afföllin deilast niður á 5 ár. Þetta á náttúrlega að vera til hægðarauka, en hinsvegar virðist réttara að skipta afföllunum niður á öll þau ár, sem skuldabréfin eru gefin út fyrir.

Þetta er nú samt ekki aðalatriðið. Hitt er frekar aðalatriðið fyrir okkur, sem felst í síðari brtt. Það er að vísu svo, að breyt. er í samræmi við skattal. eins og þau voru, áður en breyt. var gerð á þeim á síðasta ári. Hinsvegar er svo mælt fyrir, að verðhækkun á eign skuli ekki teljast til skattskyldra tekna, og virðist vafasamt að gera hér þann mun, að hækkun á eign, sem er seld, ef viss frestur er liðinn frá því eigandinn eignaðist hana, skuli teljast til skattskyldra tekna, en samskonar verðhækkun á annari eign, sem er ekki seld, skuli ekki koma til greina sem skattskyldar tekjur. Þetta virðist vera nokkuð hæpin regla, þó að henni hafi verið fylgt.

Það er rétt hjá hv. frsm. meiri hl., að það er eflaust fyrir misgáning, sem þessi breyt„ sem hann minntist á, hefir orðið, svo að samv. gildandi l. er ekki heimilt að telja verðhækkun til tekna í öllum sömu tilfellum og áður. Annars gerum við þetta ekki að verulegu kappsmáli.