14.12.1935
Efri deild: 95. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1400 í B-deild Alþingistíðinda. (2332)

179. mál, skipun prestakalla

Frsm. (Þorsteinn Briem):

Frv. þetta mun hafa verið borið fram vegna óska safnaðarins á Raufarhöfn í Norður-Þingeyjarsýslu, þar sem söfnuðurinn óskaði þess, að presturinn sæti í hans sókn, því hún væri fjölmennari. Það hefir verið venja, að breyt. á prestssetrum hafa verið afgr. með einföldum ráðherraúrskurði, eftir meðmælum. biskups. En hér hefir verið breytt út af þeirri venju og lagt sérstakt frv. um þetta fyrir Alþ., þó að svo virðist, að þess hafi ekki beinlínis þurft með. Þetta frv. hefir þegar gengið í gegnum hv. Nd. og n., sem hafði frv. til meðferðar þar, litizt svo á, að til þess lægju allríkar ástæður, að þessi breyt. yrði gerð. Allshn. þessarar d. hefir fallizt á að mæla með því, að frv. sé samþ. eins og það liggur fyrir. En jafnframt vill n. taka það fram, og leggja áherzlu á það, að þó að nú sé brugðið út af gamalli venju, með því að bera fram frv. um þetta og afgr. það í lagaformi, en ekki með ráðherraúrskurði, þá vill n. taka það fram, að hún ætlast til þess, að sú venja haldist, sem gilt hefir, að afgreiða þetta með ráðherraúrskurði, eftir meðmælum biskups. Með þessum formála legg ég til í nafni u., að frv. verði samþ.