18.11.1935
Neðri deild: 76. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1440 í B-deild Alþingistíðinda. (2407)

150. mál, Brunabótafélag Íslands

Stefán Jóh. Stefánsson:

Eins og lýst var við flutning þessa frv. hér í d., gengur það aðallega út á að heimila Brunabótafélagi Íslands að gera tilboð í brunabótatryggingu húsa hér í Reykjavík, en til þessa tíma hefir það ekki verið heimilt. Að öðru leyti er lítið um nýmæli í frv., og hefir allshn. orðið sammála um að mæla með því. Þó hefir einn nm., hv. 3. þm. Reykv., skrifað undir nál. með fyrirvara, og annar nm., hv. 8. landsk., hefir áskilið sér rétt til að koma fram með brtt. við frv. við 3. umr.

Ég sé nú, að hv. frsm. er kominn í d., og sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta frekar, en n. leggur sem sagt til, að frv. nái fram að ganga.