04.12.1935
Sameinað þing: 25. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 192 í B-deild Alþingistíðinda. (249)

1. mál, fjárlög 1936

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson) [óyfirl.]:

Af því að enginn hefir vikið að mér þannig, að ég þurfi að svara því sérstaklega, þá ætla ég að nota þessar mínútur til að gera hv. hlustendum grein fyrir því, hvernig fjárl. líta út. Þau sýna, hvernig ríkisstj. ætlar að mæta kreppunni.

Gert er ráð fyrir, að fjárl. nemi ca. 15 millj. kr. og að tekjur og gjöld standist nokkurn veginn á. Af þessari upphæð er mikill hluti lögboðin gjöld til rekstrar ríkisbaskaparins. Mestar greiðslur frv. fara til verklegra framkvæmda og í styrki til atvinnuveganna.

Í 16. gr. fjárl. er það talið, sem ætlazt er til, að lagt verði til verklegra framkvæmda. Nemur það um 2 millj. og 600 þús. kr. En gert er ráð fyrir, að hæft verði þar við, samkv. l. frá þessu þingi, 615 þús. kr. Það verður samtals 3 millj. og 215 þús. kr. Ekkert af þessu fé á að vera eyðslueyrir, heldur er því ríkisbúsins og til að styrkja þá flokka manna í landinu, sem verst eru stæðir. Stærstu upphæðirnar eru áætlaðar til styrktar landionaðinum og til atvinnubóta.

Til atvinnubóta eru ætlaðar 500 þús. kr. Til Búnaðarbanka Íslands og Kreppulánasjóðs 500 þús. kr. Til iðnlánasjóðs 25 þús. kr. Til Búnaðarfélags Íslands 210 þús. kr. Til Skuldaskilasjóðs útvegsmanna 160 þús. kr. Til kartöfluræktar, frystihúsa og mjólkurbúa 100 þús. kr. Til Fiskifélagsins 80 þús. kr. Til byggingafélaga verkamanna í kaupstöðum 200 þús. kr.

Þetta sýnir viðleitni stj. að styrkja atvinnuvegina, því að henni er það ljóst, að atvinnubótavinnan ein dugir ekki til. En með því að veita stuðning til atvinnuveganna og til nýsköpunar þeirra (eins og gert er með 200 þús. kr. styrknum til byggingar- og landnámssjóðs) eru gerðar þýðingarmiklar ráðstafanir til að vinna á móti atvinnuleysinu.

Á 17. gr. er varið 1176 þús. kr. til almennrar styrktarstarfsemi. Þar af eru 800 þús. kr. ætlaðar til berklavarna.

Þá eru samgöngumálin í 13. gr. Mest er áætlað til vegabóta, eða yfir 1200 þús. kr., en samkomulag hefir orðið um að hækka þetta upp í 11/2 millj. Til þessara mála er þannig áætla að verja 7320 þús. kr., eða nær helmingi af áætluðum gjöldum fjárl. vegna erfiðleika og rýrra tekjuvona fólksins, getur það opinbera ekki hagað sér sem óvaldir braskarar, að draga úr atvinnunni, þegar örðugleikarnir vaxa. Á slíkum tímum er einmitt þörf á auknum framlögum til verklegra framkvæmda, alþýðutrygginga, trygginga gegn slysum, sjúkdómum o. s. frv.

Stjórnarflokkarnir líta svo á, að á þessum tímum megi ekki leggja hendur í skaut, heldur verði að nota alla möguleika sem bezt, með því að hjálpa atvinnurekstrinum og bæta þannig úr atvinnuleysinu.