13.12.1935
Neðri deild: 98. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1500 í B-deild Alþingistíðinda. (2516)

80. mál, nýbýli og samvinnubyggðir

Páll Zóphóníasson:

Ég vil benda hv. 1. þm. Árn. á það, að hann gekk framhjá því, sem ég benti á aðan, að ef árangur á að verða af till. hans, þá verði hún að koma fyrr en síðari málsl. 23. gr., en það vantar till. um að breyta þessu þannig.

Ég vil líka benda á, að þessi nýbýladeild, sem stofnuð er úr byggingar- og landnámssjóði eftir 21. gr. frv., fær fé sitt með því að gefa út verðbréf, og eftir því sem 22. gr. ákveður, skulu lánin veitt með sömu vöxtum og borgaðir eru af bréfum, sem sjóðurinn gefur út, svo að það má búast við, að vextirnir verði 5%—51/2%. Ef hv. þm. V.-Húnv. athugar þetta, þá vona ég, að hann sjái, að af 3500 kr. láni gerir það minnst 175 kr. á ári, en af 4500 kr. láni verða það 225 kr. En nú nemur afgjaldið af leigujörðum 120—135 kr. að meðaltali. Og ég býst við, að ha. þm. V.-Húnv. vildi reyna að koma lánunum á þessum jörðum svo fyrir, að vextir að þeim yrðu ekki mörg hundruð kr. á ári, og ekki miklu hærri en afgjöld af leigujörðum. Og ég hygg, að nýbýlingur hafi nóg með æð bera 175 kr., þó ekki sé 200—300 kr., eins og yrði eftir till. hv. þm.

Hv. 1. þm. Árn. lagði enga áherzlu á sína till., að hún yrði samþ. Ég vona því, að honum verði ekkert um það, þó hún falli.

Ég hygg, að það sé á nokkrum misskilningi byggt, þar sem hann segir, að stigsmunur verði 5 milli lána úr deildum sjóðsins. Annarvegar eru lán um ófyrirsjáanlega framtíð, en þar er enginn styrkur á móti. Hinsvegar eru lán til nýbýla og 3500 kr. styrkur á móti. Þetta er svo glöggur stigsmunur, að það er engin hætta, að á verði ruglingur í Búnaðarbankanum milli þessara deilda. Að því leyti þarf ekki sömu menn til að ákveða, hverjir eigi að fá lánin. En sem sagt, ef á að aðhyllast það, að láta sömu menn hafa ákvörðunarvald um það, hverjir eigi að fá lán til endurbygginga á jörðum og til nýbýla, eins og flm. brtt. 788 leggja til, þá verður síðari málsgr. 23. gr. að falla niður. Annars er endurtekning á því sama tvisvar í sömu málsgr.