04.12.1935
Neðri deild: 90. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1544 í B-deild Alþingistíðinda. (2545)

131. mál, alþýðutryggingar

Frsm. minni hl. (Héðinn Valdimarsson [óyfirl.]:

Allshn. hefir athugað frv. til laga um alþýðutryggingar nokkuð vandlega og ekki getað orðið á eitt sátt um afgreiðslu þess. Meiri hl. n., hv. þm. Barð. og Alþýðuflokksmennirnir, sem þar eiga sæti, hafa samkv. samkomulagi, sem lýst hefir verið milli stjórnarfl., orðið ásáttir að leggja til, að málið verði afgr. á þessu þingi með þeim breyt., sem við höfum komið okkur saman um, og kunna fleiri að koma, þó að þær séu ekki ennþá frambornar. Við 1. umr. málsins var farið svo nákvæmlega út í grg. frv., að ég sé ekki ástæðu til að hafa þar um fleiri orð.

Það kom ekki greinilega fram í n., á hvaða sviði minni hl. er á móti frv., nema helzt hvað snertir atvinnuleysistryggingarnar, sem hann taldi sig mótfallinn. Og eftir álitinu, sem fram er komið, sest, að hann vill ekki láta sjúkratryggingarnar ganga fram fyrr en fé er veitt til þeirra í fjárl. Ég mun ræða um þetta nánar þegar hv. frsm. minni hl. hefir talað fyrir sínu máli.

En viðvíkjandi brtt. frá meiri hl. n. vil ég gefa þessar skýringar, sem hér koma á eftir: viðvíkjandi stjórn stofnunarinnar höfum við komið með tvær lítilsháttar brtt. Önnur er sú, að við stofnunina sé fastráðinn tryggingafræðingur, ef deildarstjóri eða forstjóri eru það ekki, til þess sérstaklega að annast ellitryggingarnar, því að útreikningarnir eru erfiðir í sambandi við þær. Hin brtt. er, að skipað sé þriggja manna tryggingaráð, og að í því sé einn tryggingafræðingur eða hagfræðingur. Það eru svo fáir tryggingafræðingar, að ekki er víst, að hægt verði að fá neinn slíkan mann. Það kann að vera, að við nánari athugun þurfi þetta tryggingaráð að vera fjölmennara.

Þá eru brtt. við 2. kafla frv., slysatryggingarnar. Þriðja brtt. er lítilvæg. Eins er 4. brtt. Þær eru í raun og veru orðabreyt., nokkru nánari skýring á því, sem frv. segir til um, án þess að um nokkurn efnismun sé að ræða. En 5. brtt. við 11. gr., er aftur á móti efnisbreyt. þannig löguð að hækka dánarbætur ekkna og barna, sem ekki eru á framfæri eftirlifandi foreldris.

Við nánari athugun á þessari grein kom það í ljós, að slysatryggingarnar mundu minnka a. m. k. um 1/3, en í grg. frv. er þess getið, að það sé alls ekki meining að lækka þær úr því, sem var í fyrri lögum um þetta. Og þurfum við í meiri hl. n. að því að hækka þær, svo að þær yrðu sem næst því, sem þær voru í eldri lögum. Þá er sérstök heimild fyrir tryggingarstofnunina til þess að breyta frá þessum bótum, en n. telur það ekki rétt og leggur til, að það verði fellt niður.

6. brtt. er aðeins orðabreyt. og þarf ekki skýringar við.

7. brtt. er til samræmis, en ekki efnisbreyt., og þess efnis, að eigi hinn tryggði rétt til bóta á hendur sjúkrasamlagi, skuli hann framselja rétt sinn til bóta til slysatryggingar ríkisins. Þetta er til þess að sami maður geti ekki fengið bæturnar margfaldar.

Þá er brtt. við 23. gr. þess efnis, að frá samanlögðum tekjum hjóna, sem ekki eru yfir 4500 kr. eftir að persónufrádráttur hefir átt sér stað, — en hærri mega þær ekki vera til þess að þau njóti þeirra hlunninda, er sjúkrasamlag veitir —, skuli draga frá þann kostnað við aðstoð á heimili, sem beinlínis leiðir af vinnu húsmóður utan heimilis. Það geta ekki talizt nettótekjur konunnar, sem hún fær fyrir vinnu sína utan heimilis, ef hún þarf að kaupa vinnu við heimilisstörfin til þess að geta stundað atvinnu utan heimilis. Er því sanngjarnt að draga frá þann kostnað.

Þá er 9. brtt. aðeins orðabreyt. — 10. brtt., við 29. gr., er viðvíkjandi sjúkrabótum, þar sem sagt er, að gift kona njóti hvorki dagpeninga né fjölskyldudagpeninga, sé maður hennar vinnufær, enda sé meiri hluta teknanna aflað af honum. Þessu er breytt þannig, að niður falli orðin: „hvorki persónudagpeninga né“ og í staðinn komi: ekki.

Við 33. gr. frv. höfum við komið með brtt. Í gr. er ríkissjóði og hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarfélagi gert að skyldu að greiða í sjóði sjúkrasamlaga, en okkur í n. þykir réttara, að sett sé hámark fyrir þeirri greiðslu, sem það opinbera á að sjá fyrir, og viljum, að aftan við gr. komi: Þó ekki yfir 9 kr. fyrir hvern tryggðan mann.

Við höfum líka komið fram með aðra viðbót við sömu gr., að sjúkrasamlög skulu tilkynna ráðh. stofnunina fyrir 1. apríl, og öðlast þau þá rétt til framlags frá hinu opinbera frá næstu áramótum á eftir. Þetta er m. a. gert til þess, að hægt sé að haga félögunum eftir því.

Við 38. gr. höfum við komið með smávegis brtt., að útgerðarmaður, sem hefir 6 vikna ábyrgð á sjúklingi samkv. 27. og 28. gr. 1. nr. 41 19. júlí 1930, hafi heimild til að semja við sjúkrasamlag um, að það taki að sér þessa áhættu gegn ákveðnu gjaldi. Ég geri ráð fyrir, að það komi kannske fram einhverjar frekari brtt. við þetta atriði, en þær verða þá athugaðar fyrir 3. umr.

Í 39. gr. frv. er mælt svo fyrir, að fastir starfsmenn skuli aldrei missa neins í af launum sínum fyrstu 14 dagana eftir að þeir forfallast frá vinnu. En það eru bæði til í annari löggjöf ákvæði um lengri tíma og í ýmsum starfsgreinum, t. d. við verzlun, orðin venja, að menn fái kaup lengri tíma, ég hygg mánaðartíma. Við viljum því bæta aftan við fyrri málsgr.: samningum eða venjum í þeirri starfsgrein. Því að það er ekki tilgangurinn með þessum lögum að vilja eyileggja samninga eða venjur, sem fyrir eru og starfsfólki eru hagsamlegri.

Með 43. gr. er ríkisstj. gert heimilt að stofna jöfnunarsjóð sjúkrasamlaga, og á úr honum að greiða styrk til einstakra sjúkrasamlaga, ef eitthvert þeirra verður á flæðiskeri statt, en styrkinn skal endurgreiða að hálfu á næstu árum, með hækkun iðgjalda eða annari tekjuöflun. Tekna í þennan jöfnunarsjóð á að afla með því, að vinnukaupendur greiði allt að einum af hundraði umsaminna vinnulauna, eftir því, sem nánar verður ákveðið í reglugerð. Það er ekki gert ráð fyrir árlegu gjaldi, heldur sé það lagt á í fyrstu, þegar sjóðirnir eru myndaðir, og síðan þegar á þarf að halda. En þar sem sjúkratryggingar eru ekki skyldutryggingar, heldur frjálsar úti um land, þykir ekki rétt að leggja á alla atvinnurekendur, heldur aðeins þar, sem sjúkrasamlög eru, en þó þannig, að þegar sjúkrasamlög eru stofnuð, þá skal leggja á samsvarandi gjald því, sem önnur sjúkrasamlög hafa lagt í sjóðinn á sama tíma, þó aldrei yfir hámarkið, 11/2 %, í upphafi.

Við 56. gr. gæti komið til athugunar, hvort þau hlutföll, sem áætluð eru í gr. um elli- og örorkutryggingar, séu rétt hlutföll milli Rvíkur og annara staða, eða hvort ekki sé nauðsynleg önnur flokkun, en þetta er ekki svo aðkallandi, því eftir lögunum kemur það ekki til framkvæmda fyrr en eftir nokkurn tíma, svo að ekki er rétt að ákveða þetta að svo stöddu, heldur setja nánari ákvæði síðar, þegar safnað hefir verið skýrslum um það, hvað gjaldið er frá hverjum stað, bæði persónugjaldið og tekjuskattstillagið, og eins, er séð verður, hvernig taka á skýrslur af mönnum, er flytja úr einum stað í annan.

Við 58. gr. höfum við bætt orðunum: „og ábyrgist greiðslu þess til lífeyrissjóðs“ við 1. málsgr., að sveitar- og bæjarstjórnir annist innheimtu þess hluta iðgjaldsins, sem umræðir í 47. gr. 1. tölul.

Í kaflanum um atvinnuleysistryggingar í 63. gr. hefir fallið úr hjá n., er samdi frv., orðið kauptúnanna, en er aðeins getið um kaupstaði, en það sest af grg., að líka er átt við kauptúnin og eins á kostnaðaráætluninni. Við höfum því bætt þessu inn.

Við 69. gr. frv. höfum við gert 18. brtt. okkar í þrem liðum. Í fyrsta lagi þar sem getið er um, að þeir menn njóti ekki atvinnuleysistrygginga, sem býst vinna að tilhlutun vinnumiðlunarskrifstofu, þá komi aftan við orðið vinnumiðlun: „eða á annan hátt, svo sannað sé“, — því að vinnumiðlunarskrifstofur starfa að sjálfsögðu ekki alstaðar í landinu.

Önnur brtt. er þar líka, þar sem tekið er fram, að hundraðsgjald og hluti af afla eða annari framleiðslu teljist kaupgjald. Þetta er þó ekki flutt í brtt: formi, heldur sem skýring.

Þá er bætt við 5. tölul. nýjum tölul. um það, að ekki sé veittur styrkur „til þeirra, er ekki hafa fyrir öðrum að sjá, ef þeim býðst vinna í sveit eða annarsstaðar, gegn greiðslu, er nægi þeim til fulls lífsframfæris þann tíma eða hluta af þeim tíma, er gera má ráð fyrir, að hann verði atvinnulaus“.

20. brtt. er aðeins til skýringar.

21. brtt. er um það, að ef menn, sem eru meðlimir í atvinnuleysissjóði, gefa ávísun fyrir iðgjöldum sínum til sjóðsins, eiga ógreidd vinnulaun sín hjá atvinnurekenda, þá skuli honum skylt að greiða ávísunina, enda hafi honum verið sannanlega tilkynnt um hana í tíma, og getur hann þá dregið hana frá kaupgreiðslunni. Þetta léttir innheimtuna. Sama gildir líka um ávísun fyrir iðgjöldum til sjúkrasamlaga og lífeyrissjóðs Íslands. Þykir n. rétt, að þetta sé látið gilda að svo miklu leyti sem nauðsyn er fyrir hendi.

22. brtt., við 84. gr., er líka í samræmi við frv. að öðru leyti, að kröfur til atvinnuleysisstyrkja komi sem aðrar kröfur.

Þá er loks brtt. við 88. gr. frv. um það, að lögin gangi ekki í gildi fyrr en 1. apríl 1936, í stað 1. jan., og er hún aðallega gerð til þess, að tími vinnist til að undirbúa sjúkratryggingalögin.

Ég vil svo nota tækifærið til að skýra frá 2 brtt., sem við flokksmennirnir höfum borið fram í n. Ég hygg, að hv. þm. Barð. sé líka samþykkur þeim, en ég hefi ekki haft tækifæri til að bera þær undir hann.

Á þskj. 676 er brtt. við 85. gr. um það, að öll iðgjöld, sem falla á eftir þessari gr., komi til frádráttar við ákvörðun skattskyldra tekna samkv. h um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 6 9. jan. 1935. (Ég verð að koma með skriflega till. til viðbótar). Eins og tekju- og eignarskattslögin eru, mundi þetta ekki nema meiru en 2%, en getur orðið hærra eftir nýrri lögunum.

Þá eru brtt. á þskj. 695 við 29. gr. Þar er ætlazt til, að sjúkrasamlagið velti læknishjálp hjá tryggingalækni aðeins að 3/4 hlutum utan sjúkrahúss, sem er nokkurt vafamál, að sé rétt, að minni hyggju. Og eftir skoðun tryggingalæknis, Sigurðar Sigurðssonar, er þetta ekki heppilegt, því að læknar eiga erfitt með að innheimta þennan 1/4 hluta. Telur hann, að þeir fái að jafnaði litið eða ekkert af honum. Því höfum við komið með brtt. um, að sjúkrasamlagi sé heimilt að semja við tryggingalækni um innheimtu þess 1/4 hluta læknishjálpar utan sjúkrahúss, sem sjúkrasamlaginu er ekki skylt að greiða tryggingarlækninum. Gæti þá orðið að samkomulagi, ef sjúkrasamlagið tæki innheimtuna að sér, að læknar tækju lægri taxta. En ef ekki næst samkomulag, þá sé samkv. 2. lið brtt. stjórn sjúkrasamlaga heimilt að greiða tryggingarlæknum eftir reglum, sem tryggingarstofnun ríkisins setur.

Þá er síðasta brtt. við 47. gr. Þar er gert ráð fyrir, að utan persónuiðgjalda komi 1% af árstekjum manna, en eftir frv. ætti að koma tvennskonar persónufrádráttur. Og nm. álitu, að með því móti myndi ekki nást nægileg upphæð. En eftir tekjuskýrslum skattstofunnar 1934 mundi mega fá 388 þús. kr., eða 20 þús. kr. meira en n. áætlaði, svo að við álitum nægilegt, eftir því fjárhæðartakmarki, sem n. hugsaði sér, að reikna eftir skattskyldum tekjum, en við það sparast mikil vinna að geta þá notað tekjuskýrslurnar. Þetta ákvæði verður því hyggilegra.

Að öðru leyti vill meiri hl. allshn. mælast til þess, að frv., að þessari umr. lokinni, verði vísað til 3. umr.