05.12.1935
Neðri deild: 91. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1555 í B-deild Alþingistíðinda. (2550)

131. mál, alþýðutryggingar

Bergur Jónsson:

Það er aðallega þess vegna, að ég tek til máls, þó frsm. meiri hl. hafi reyndar gert fulla grein fyrir frv., að ég vil svara nokkrum orðum hv. þm. Snæf. Hann sagði, að brtt. á þskj. 667 væru tilkomnar fyrir samstarf allshn. allrar. Hv. 2. þm. Reykv. hefir svarað og bent á, að aðeins 10 af þessum brtt. eiga rót sína að rekja til samstarfs í n., hinar eru tilkomnar fyrir samvinnu meiri hl. n. Og ég vil taka það fram, því að hér er um nýmæli að ræða í okkar löggjöf, sem hefir mikla þjóðfélagslega þýðingu, að flestar veigamestu brtt., sem meiri hl. flytur, eru raunverulega runnar frá okkur framsóknarmönnum. Það hefir orðið samkomulag um að bera þær fram og samkomulag um að flytja frv., svo framarlega sem þær gengju fram. Ég ætla því að benda á þær. — Það er fyrst brtt. við 3. kafla frv., 33. gr., þar sem farið er fram á að takmarka greiðsluna í sjóði sjúkrasamlaga við 9 kr. á mann. Þessi brtt. er borin fram af okkur framsóknarmönnum, en gengið inn á hana af samstarfsmönnum mínum í n. úr Alþfl. — Sama er um 14. brtt., við 43. gr., um að takmarka greiðslu til jöfnunarsjóðs við þau bæjarfélög eða hreppa, þar sem sjúkrasamlög eru stofnuð. Hún er komin fram eftir okkar óskum.

Um 15. brtt., við IV. kafla, 56. gr., vil ég taka það fram, að minni hl. álítur, að ekki sé rétt að mismuna mönnum svo um ellitryggingar eins og gert er í frv., en þar er ætlazt til, að greiddar séu í Rvík 1125 kr., en aðeins 450 kr. annarsstaðar á landinu og millivegur í öðrum kaupstöðum. Það er af sömu rótum runnið að halda hér opinni leið, láta bíða til framtíðarinnar að ganga frá þessu. Þá vil ég benda á að komin er frá okkur till. í b-lið 18. brtt., við 69. gr. í V. kafla frv., um, að hundraðsgjald og hluti af afla eða annari framleiðslu teljist kaupgjald. — Þá er önnur brtt. við sömu gr., að þeir, sem hafa fyrir öðrum að sjá, en býst vinna í sveit gegn greiðslu, er nægir þeim til fulls lífsframfæris, skuli ekki hafa rétt til atvinnuleysisstyrkja.

Þetta allt eru allverulegar breyt. á l., og er áreiðanlegt, eins og frsm. meiri hl. tók réttilega fram, að meiri hl. af brtt. stafar ekki frá samstarfi n. allrar, heldur eins og ég hefi nefnt frá samstarfi okkar meirihl.mannanna og sameiginlegum athugunum okkar.

Ég vil taka það fram, af því ég er eini framsóknarmaðurinn í allshn., að við göngum að þessu frv. eingöngu með því skilyrði, að fallizt verði á þessar brtt. En svo eru tær ástæður aðrar, sem ég vil taka fram. Ég tel engan vafa á því, að það er rétta leiðin, sem hér hefir verið farin með þessu frv., og hefði átt að vera tekin upp fyrir löngu, að koma á stofn alþýðutryggingum. Og það hefði verið nauðsyn að sjá betur en hér er gert fyrir þeim mönnum, er sökum sjúkleika, elli eða atvinnuleysis þurfa hjálpar við. En um það þýðir ekki að fást, því að l. verða að ganga í gildi nú þegar. Í öðru lagi er það réttilega tekið fram í nál. minni hl., að mikið fé, sem á þennan hátt losnar í landinu, getur orðið til að skapa starfsmöguleika fyrir atvinnuvegina, sem ekki fengist annars.

Fyrir mitt leyti vil ég taka það fram, að ég vil ekki síður leggja áherzlu á, að annað frv., sem sömu flm. standa að, frv. til framfærslulaga, nái fram að ganga. Það er enn meira atriði í mínum augum. Ég tel það svo mikið atriði, að ég býst ekki við að geta fylgt þessu frv. í höfn, nema gengið sé líka að því frv. í aðalatriðum.