06.12.1935
Neðri deild: 92. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1626 í B-deild Alþingistíðinda. (2583)

131. mál, alþýðutryggingar

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég vil benda á, að það á enga stoð í heilbrigðri skynsemi að ganga til atkv. um kaflann. Það er búið að greiða atkv. um hverja grein kaflans út af fyrir sig, og þegar þannig er búið að greiða atkv. um hverja gr. frv. fyrir sig, þá er frv. borið upp í heild með kaflaskiptum. Það er ekki hægt að fella grein, sem búið er að samþ. með löglegum meiri hl., og hæstv. forseti mun að sjálfsögðu um leið og atkvgr. er lokið bera upp frv. í heild með kaflaskiptum.