06.12.1935
Neðri deild: 92. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1627 í B-deild Alþingistíðinda. (2586)

131. mál, alþýðutryggingar

Gísli Sveinsson:

Ég skal geta þess út af því, sem fram hefir komið, að þessi kafli er orðinn allmjög breyttur frá því, sem var, og í raun og veru vill enginn hafa hann eins og hann er, og loks, að hann er orðinn sjálfstæð heild út af fyrir sig, sem frv. getur verið án. Það er því ekki nema sjálfsögð krafa, að atkv. séu greidd um kaflann, og sé ég ekki, hvernig hæstv. forseti getur skorazt undan því, enda hefði hann ekki vert það, ef hann hefði verið sjálfráður. Ég óska því að fá að greiða atkv. um kaflann.